15.11.2008 | 16:56
ESB og evran, er það málið
Verður lýðræðið tryggt með inngöngu í ESB ? Hverju fáum við ráðið? ESB hefur hingað til gefið út tilskipanir sem aðildarþjóðir hafa þurft að innleiða og einnig við sem erum í EES. Þessar tilskipanir hafa flestar verið fáránlegar og virðist sem eingöngu sé verið að veita býrókrötum störf og að gera þá merkilega. Nýjasta vitleysan er afnám gúrku útlitsins sem sett var á fyrir nokkrum árum. Í dag mótmæla menn fyrir framan Alþingishúsið og krefjast þess að kosningar verði sem fyrst, að Davíð verði settur af sem seðlabankastjóri og að við göngum í ESB og tökum upp evruna. Einn af ræðumönnum taldi að rafræn kosning um allt sem skipti þjóðina máli væri það sem koma skildi. Þannig er það bara aldeilis ekki hjá skriffinnsku embættunum í ESB. Líkast til hefðum við ekki lent svona illa í þessari banka kreppu ef við hefðum sleppt því að ganga í EES á sínum tíma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.