25.11.2011 | 16:15
Aðstoð við nágranna
Færeyingar eiga það skilið af okkur að við komum þeim til hjálpar þegar þörf krefur. Þeir hafa verið okkar bestu bandamenn sem við höfum alltaf getað treyst á, en erum oft það stórir að við lítum framhjá þeim.
Hitt er annað mál, hvort þeir vilja eða þurfa aðstoð.
Fyrir tveimur árum (minnir mig) gerði einnig ofsa áhlaup á Færeyjar. Það reyndist ekki vera fréttamatur blaðanna þá en útvarpið sagði frá því í örfáum setningum.
Einhver einstaklingur fór þá af stað með söfnun fyrir þá, en samkvæmt viðtali við heimamann sagði hann að ekki væri þörf fyrir söfnun því þeir væru það vel tryggð fyrir veður tjóni.
Íslendingar hjálpi Færeyingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott ef satt er, en ef þeir þurfa aðstoð þá er ég til
Sigurður Haraldsson, 25.11.2011 kl. 23:02
Til er ég, katakalli@hive.is
Karl Guðjónsson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.