25.11.2011 | 16:04
Samfylking í kosningagír
Samfylkingarþingmenn í norðausturkjördæmi eru farnir að örvænta, þetta er jafnframt kjördæmi Steingríms sem getur gert hvað sem er án þess að kjósendur hans sjái eitthvað athugavert við það.
Hér á árum áður voru þessi kjördæmi norðaustur og austurlandskjördæmi sterk framsóknarvígi. Það gæti farið svo að samfylkingin tapi fjölda atkvæða og þá jafnvel til framsóknarflokksins í kjördæminu.
Nú er ekki seinna vænna fyrir Kristján og Sigmund Erni að setja upp vandlætinga svipinn og reyna telja kjósendum fylkingarinnar trú um að allt verði gert (einhvertíma).
Það má alltaf ljúga að kjósendum og jafnvel bjóða þeim uppá eitthvað á Bakka við Húsavík og reyna þannig að vinna upp glataða tiltrú.
Samfylkingin er hvort eð er búinn að svíkja allt sem hún lofaði kjósendum sínum í þessu kjördæmi.
Brjáluð ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.