9.11.2011 | 13:48
Þýskaland og Evran
Þýskaland er það ríki í heiminum sem mest leggur fram öðrum ríkjum til stuðnings, bæði fjárhagslega og siðferðilega.
Ástæðan fyrir því gæti verið innbyggð þjóðarskömm allflestra þjóðverja, vegna framferðis nasista í heimsstyrjöldinni síðari.
Ef þjóðverjar draga sig út úr gjaldmiðils samstarfinu er það dauðadómur yfir Evrunni, en það mun ekki verða. Þýskaland gerir sér fulla grein fyrir afleiðingum þess á önnur ríki samstarfsins.
Hins vegar er þýskur almenningur ekki á sama máli, þrátt fyrir það mun ekkert breytast í þeim efnum.
Þjóðverjar áttu lengi við vandamál að stríða vegna hás gengis þýska marksins sem olli því að þýskar vörur voru illseljanlegar erlendis vegna hás verðs.
Það hjálpar því að hluta til að önnur ríki Evru samstarfsins hjálpa til við að halda genginu niðri.
Þjóðverjar þurfa ekki evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.