Valdnýðsla?

Húsfriðunarnefnd ákveður að friða 50 ára gamla byggingu og en yngri byggingar á svæðinu.

Er þarna einhver pólitískur þrýstingur á ferðinni vegna þess að Árni Johnsen stendur að þessu.

Skálholt er menningarsögulegur staður og menjar eða endurgerð þeirra tilheyra einnig sögunni.


mbl.is Skálholt skyndifriðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ekki skil ég hversvegna menn þurfa að ganga fram með slíku offorsi sem þessu, að friða þurfi allt á svæðinu. Allavega er ég á því að reynt skuli að byggja upp það sem áður var svo að menn sjái hvernig umhorfs hafi verið á öldum áður.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 9.11.2011 kl. 13:47

2 identicon

Ég er algjörlega sammála húsfriðunarnefnd í þessu máli, byggingarnar sem þarna eru eru fallegar og full ástæða til að friða þær. Það væri algjört brjálæði að leyfa að reisa einhvern fiskhjall þar við hliðina,sem myndi skyggja á þær fallegu byggingar sem þar eru. Árni Johnsen og félagar hefðu bara átt að kynna þetta betur og leggja þetta fyrir alla aðila áður en ætt var af stað með þennan forljóta fiskhjall, eða hvað sem þetta á nú að vera. Allt tal um að þetta sé einhver pólitík er bara þvaður og kjaftæði.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband