8.11.2011 | 17:59
Þetta er rétt hjá Össuri, en......
Besti tími til að semja við einhvern er þegar hann stendur höllum fæti.
Þannig að mat Össurar er rétt, en eigum við þá að fara inn í samstarf sem er komið að fótum fram?
Er rétt af okkur að veita ESB pólitískt heilbrigðisvottorð, þegar fjöldi ríkja innan ESB á í vök að verjast?
Er hægt að veita einhverjum vottorð um heilbrigði, þegar ástand sjúklingsins er afar slæmt og helstu sérfræðingar í fjármála krankleika telji að sjúklingurinn muni ekki lifa af?
Aldrei betra að semja við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það má ekki rugla saman góðum tíma til að semja vegna kaupa á einhverju og að selja einhvað. Við erum að selja landið okkar sem engin vill. Hugmyndafræði Össurs en algerlega út í hött og á ekkert við í þessu tilfelli. Kannski heldur hann að hann sé að selja íbúð.
Valdimar Samúelsson, 8.11.2011 kl. 19:39
Við höfum nóg að selja- nema landið okkar ! Það vilja margir fá- fyrir EKKERT !
Erla Magna Alexandersdóttir, 8.11.2011 kl. 20:40
Almenningur er að kikna undan háum vöxtum og verðtryggingu. ESB er leið útur því.
Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 09:03
Sleggjan og Hvellurinn,,, það er kominn tími til að þú flytjir úr þessu landi til evrópu sem allra fyrst með barnalega raunveruleikaruglið þitt. Þ.e.a.s. ef þú ert búin að ná lögaldri.
anna (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 10:47
anna... ein staðreynd fyrir þig.
það eru lægri vextir á evrusvæðinu en á íslandi og verðtrygging er ekki til.
komdu með heimildir fyrir þessu um að ég hafi rangt mál.. þa skal ég draga þetta til baka.
Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 12:29
Sleggja(bjarni&co) http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=3418
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=50048
Hvernig væri að hætta að bulla svona eða er ESB sinnum meinað að seigja sannleikan?
Annað, Vextir stjórnast af bankanum, á Íslandi er illa rekið bankakerfi og sparnaður lítill. Í stað þess að hvetja fólk til að grinnka á lánum sínum og sparnaðar þá væri meiri stöðugleiki. Þetta vita allir sem setið hafa einn tíma í hagfræði 101
Brynjar Þór Guðmundsson, 9.11.2011 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.