8.11.2011 | 17:45
Blekkingarleikur
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar gefast ekki upp á að segja þjóðinni ósatt.
Der Spiegel online mánudaginn 7. nóvember:
Endangered Currency
First Greece -- then Ireland, Italy, Spain and Portugal: The European common currency has come under pressure from large national debts and the effects of the global financial crisis, ultimately requiring a rescue package close to a trillion euros.
Svo heldur Össur því fram að evran verði sterkari.
Ef þetta er mat ríkisstjórnarinnar að milljarða evra björgunarpakki geri evruna sterkari þá væri rétt að þeir notuðu þessa aðferðafræði við krónuna og dældu milljörðum króna út í efnahagslífið.
Það myndi þá bjarga krónunni og auka atvinnu í landinu.
Evran sterkari fyrir vikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eina leiðin fyrir evruna að standa þetta af sér er að neyða allar þjóðir bandalagsins til að taka hana upp og stofna svo miðstýrt ríki evrópu með sameiginlegum ríkissjóði lögjafa og framkvæmdavaldi í Brussel.
Þetta er fyrir það fyrsta ógerlegt og í öðru lagi er þetta ekki það sem lagt far upp með þegar þessi bjarmalandsför va samþykkt án samráðs við þjóðina.
Össur er orðinn algerrlega vitfirrtur í afneitun sinni. Hans markmið er að fá feitt embætti í Brussel og ekkert annað. Hann gengur þvert á vilja 2/3 þjóðarinnar í þessu brölti, sem jaðrar við landráð, ef það er það ekki nú þegar.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2011 kl. 17:59
Jón Steinar. Það er ekki að ástæðulausu sem blýantsnagarar (eins og Jón Baldvin nefndi þá) eru kallaðir byrokratar. Það hefur fylgt krötum frá upphafi valdagræðgi í eigin þágu.
Guðmundur Paul, 8.11.2011 kl. 18:03
Forsvarsmenn ESB Evrunnar ganga nú með betlistaf um víða veröld en koma alls staðar að lokuðum dyrum. Sbr. afstöðu G-20 ríkjanna á Cannes fundinum fyrir helgi.
Ef þetta styrkir Evruna þá mega svínabændur huga að því að klippa vængina af grísunum sínum.
Kolbrún Hilmars, 8.11.2011 kl. 18:17
Takk fyrir Magnús, eins og þú bendir á ber flest að sama brunni hjá Össuri, eins og fyrri daginn. Þessi snillingur hleypur um allar jarðir að útdeila visku sinni og snilld, því finnst mér vert að íslenska þjóðin taki sig til og leyfi öðrum að njóta að fullu visku hans við vitum að við munum klára okkur með krónuna okkar og okkur sjálf.
Það er endalaust búið að ræða um einhvern ósýnilegan pakka sem sumir trúa að ESB sé að bjóða okkur að kíkja í en löngu búið að sýna okkur fram á að erí besta falli hugarburður og óskyggja. Nú nálgast jólin og flest er í uppnámi í ESB. Því getum við hin samhenta þjóð í norðri á neyðarstundu gert góðverk og fært ESB áþreifanlegan jólapakka -sjálfan Össur, vitringinn mikla og spámanninn sjálfan að gjöf!! Afhendum vinargjöf okkar Össur með stóra breiða, rauða slaufu um sig miðjan, jólanna vegna. Allt smellpassar.
Þessi maður er einfaldlega of stór fyrir litla Ísland! Mikill mun verða fögnuður evruráðsins þegar þau hafa Össur sér við hlið og hann leiðir þeim fyrir sjónir hvað allt er í raun bjart framundan og allt á uppleið í ESB! Sagði ekki Nortradamus að það myndi mikill vitringur koma frá eyjunni í norðri - hann er fundinn!!
Sólbjörg, 8.11.2011 kl. 19:10
Og svo verða allir þegnar undir ánauð AGS sem segist vera til að hjálpa en setur ríkin í rauninni í þá stöðu að allt fer í fátækt vegna þess að AGS vill fá sitt margfalt til baka á sem styðstum tíma og vitandi að það verður aldrei hægt en aftur á móti endarlaust hægt að lengja í ólinni þá verður hægt að líta á þegna þessa ríkja sem þrælar AGS um ókomna tíð...
Það er greinilegt að meiri peningar eru allt hjá sumum þrátt fyrir að vera löngu komnir yfir þann skalla sem hverjum og einum nægir og gott betur...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.11.2011 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.