lögverndaður þjófnaður

Stjórnir lífeyrissjóða hafa mörg undanfarin ár notað þessa sameiginlegu sjóði launamanna í valdabaráttu eins og það væru þeirra eigin peningar.

Lífeyrisréttindi eigenda sjóðanna hafa hafa hrunið í stað þess að aukast. Rekstrarkostnaður sem framlag atvinnurekenda átti að standa undir hefur tvöfaldast að raungildi.

Stjórnendur hafa ábyrgðarlaust gamblað með peninga fólksins í landinu, stjórnendur sem ráðnir eru af verkalýðshreyfingunni á ofurlaunum og fríðindum hafa skert rétt vinnandi manna til sómasamlegrar tekna af ævisparnaði sínum þannig að þeir sem hafa greitt í sjóðinn frá því að hann var lögbundin 1971 og einnig þeir sem árin á undan sem sérstökum samningum við sína atvinnurekendur, ná ekki lágmarks atvinnuleysisbótum.

En er þetta svo með alla lífeyrissjóði?

Einn þeirra, er með ríkisábyrgð. Og þó svo að ríkissjóður hafi farið á hliðina, þá hefur það ekki haft nein áhrif á rétt þeirra til lífeyrisgreiðslna.

Þetta misrétti milli þegna landsins er óásættanlegt og verður að laga tafarlaust. Einnig eru ríkisstarfsmenn með rétt umfram aðra landsmenn og geta því farið fyrr á eftirlaun án skerðingar á bótum, skv svokallaðri 90 ára reglu, þeas lífaldur + starfsaldur.

Ég fann fyrir tilviljun tilkynningu frá lífeyrissjóði mínum, frá árinu 2000. Þar var gefið upp hversu mikil réttindi ég hefði safnað, ef ekki yrði greitt lengur í sjóðinn. Ég bar það saman við yfirlit sem ég fékk um sl áramót og kom þá í ljós að á 10 árum hafði ég ekki unnið mér inn nein réttindi.


mbl.is ASÍ setur kröfu um jöfnun lífeyrisréttinda á oddinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Fjölmargir sjóðir hafa verið sameinaðir á undanförnum árum, og þar með lækkar rekstrarkostnaður þeirra.

Lífeyrisréttindi hafa alls ekki hrunið, þau hafa lækkað eitthvað, en svo öll sagan komi fram, þá spyr ég hvað HÆKKUÐU réttindin á árunum frá 2003-2008?

Það segir enginn neitt ef þau hækka , ef þau lækka þá verður allt vitlaust.

Stundum verðum við að sætta okkur við skerðingar, alveg eins og hækkanir.

Ég er reyndar alveg sammála þér um það að það hafa verið glórulausar sumar fjárfestingarnar, og eiga stjórnir sjoðanna að greina frá þeim, og í framhaldi af því að víkja sökum brota í starfi.

Það sem var greitt inn í lífeyrissjóði fyrir 1979, var óverðtryggt, og brann því upp í verðbólgubálinu sem þá brann. En eins var það með lán frá sjóðunum sem sjóðsfélagar fengu fyrir þann tíma, þau brunnu líka upp. Þannig að það má segja að þeir sem  tóku þessi lán hafi fengið sinn lífeyri þá.

Ef réttindi þín hafa ekkert aukist frá 2000, þá hlýtur það að vera vegna þess að ekkert hefur verið greitt til sjóðsins. Því eftir hvert ár sem greitt er í hann, þá aukast hlutfallsleg réttindi þín, svo einfalt er það.

Sjóðir með ríkisábyrgð eiga að sjálfsögðu ekki að vera til.

Svo í lokin, það eru stjórnir sjóðanna sem ráða framkvæmdastjóra, en það er okkar sjóðsfélaganna í gegnum verkalýðsfélögin sem  ráða því hverjir eru okkar menn í sjóðunum.

Það ber að gera þá kröfu í komandi samningum, að fulltrúar atvinnurekenda víki úr stjórnum sjóðanna, enda eru þetta ekki peningar þeirra, heldur okkar. Seta þeirra í sjóðunum SKAÐAR þá.

Hamarinn, 15.10.2010 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband