15.10.2010 | 06:18
Steingrímur gefurr eftir í eigin kjördæmi
Það er hryggilegt að sjá hvernig ríkisstjórnin hringsnýst í öllum málum.
Þá er aftur komið á byrjunarreit og undirbúningur að álveri enn hafinn. Það er greinilegt á þessari ríkisstjórn sem hefur í barráttu sinni um innbyrðis bitlinga og gæluverkefni ákveðið að gefast upp og snúa sér að gömlu íhaldsúrræðunum.
Umhverfisráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið snupraðir og beygðir undir flokksræðið í þágu kjördæmis flokksformannsins.
En á sl 500 dögum hefur verið kastað mörgum sprengjum út í þjóðfélagið. Ríkisstjórnin hefur grætt og brotið niður þjóðina, þannig að fólk hefur ekki hugmynd hvernig eða hvar framtíðin verður.
Þessir stjórnunarhættir væru bannaðir ef stríð væri í gangi, þetta eru alvarlegar pyntingar og niðurbrot á heilli þjóð. Mannréttindi eru þverbrotin, þjóðinni haldið í gíslingu af ríkisstjórn sem kennir sig við jafnrétti og sósíalisma. Fólk er bundið átthagafjötrum og getur ekki hreyft sig úr stað vegna þess að það er að missa allt sitt og á ekki neitt.
Atvinna fyrir alla og allir vinna, allt uppá borðið, gagnsættferli og fleiri slíkar töfralausnir eru ekkert annað en innantómt hjal skrifað af óhæfum PR mönnum sem eru að reyna að breiða yfir eigin vanþekkingu á lausnum.
Álver að komast á skrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Steingrímur gefur eftir..." Hvílíkt bull. Steingrímur ræður engu um það hvort tilraunaboranir gefi einhverjar nýjar vonir. Steingrímur ræður engu um það hvort Orkustofnun geti samþykkt rányrkju á háhitasvæði á Reykjanesi.
Offorsmönnum í álversframkvæmdum, sem byrjuðu á fullu án þess að vera búnir að tryggja orku, án þess að vera búnir að ganga frá skipulagi vegna línu í gegnum tólf sveitarfélög o. s. frv. bera einir ábyrgð á þessu klúðri.
Ómar Ragnarsson, 15.10.2010 kl. 06:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.