14.10.2010 | 14:19
eftir einn ei aki neinn
þá verður loksins hægt að fara út að borða og vín með án þess að þurfa að skilja bílinn eftir. Ég sé líka fyrir mér 100 flutningabíla keyra frá Reykjavík til Akureyrar og enginn þreyttur ökumaður við stýrið. Og sjálfsagt verður þá hægt að hækka hámarkshraða í landinu, þar sem þá er það aðeins vegakerfið en ekki aðstæður sem skipta máli.
![]() |
Enginn verður við stýrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta verður flott á Holtavörðuheiðinni þegar þeir keðja sig sjálfir og veita aðstoð við hina sem fara útaf.
Heimir (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 18:03
Rétt, Heimir, rétt.Það er sitthvað "Streets of London" eða íslenskir fjallvegir að vetrarlagi.
Broddgöltur (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 20:09
Verð nú að segja að vegirnir eru aðal ástæða þess að það er 90 km hámarkshraði á þessum sveitavegum okkar. Skil heldur ekki afhverju það er 90 km hámarkshraði á Reykjanesbraut þar sem er aðskild umferð og breiður tveggja akreina vegur. Það ætti að skikka þessa samgönguráðherra til að keyra vegina á t.d. á Barðaströndinni. Þá meina ég ekki á Landcruiser heldur Hyundai Getz eða viðlíka druslu. Þá fyrst finna þeir hvað vegirnir eru varasamir, væri reyndar til í að sjá framan í þá eftir að hafa verið farþegar í trukkum sem keyra þessa leið, tala nú ekki um Dynjandis og Hrafnseyrarheiðarnar.
Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.