12.10.2010 | 22:00
Brauð og leikar fyrir nytsama sakleysingja
Það getur engum dulist að þetta er sjónarspil, sett fram af getulausri ríkisstjórn.
Það er ekki þingmeirihluti fyrir þessum tillögum og þar með mundu þær falla um sjálft sig.
Er ekki líklegra að þarna sé sett upp eitt leikverkið enn til að þyrla upp moldviðri og dylja raunverulega áætlun.
Er virkilega einhver sem trúir því að 80% af niðurskurði til heilbrigðisþjónustunnar verði skornar af landsbyggðinni.
Ég gæti frekar trúað því að niðurstaðan verði sú að áætlaður niðurskurður verði lækkaður niður í 25-30% og allir verði ánægðir, allir telji sig hafa unnið.
Ríkisstjórnin hefur áður kastað fram bombum til að rugla fólk og komið í kjölfarið með eitthvað dekurverkefni sem hefur runnið í gegn þar sem almenningur og þingmenn eru enn að vaða blindu í moðreyk sjónhverfingamanna ríkisstjórnarinnar.
Gætum að okkur,
auk þess legg ég til að ríkisstjórnin segi af sér.
Einhugur á Blönduósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.