10.10.2010 | 06:08
Ceterum autem censeo
Það kemur sér ábyggilega vel að fyrir marga ef flatur niðurskurður yrði á skuldum heimilanna, en það kemur sér hinsvegar mjög vel fyrir þá sem sem tóku þátt í lífsgæðakapphlaupinu og söfnuðu skuldum og eyddu um efni fram og áttu sinn þátt í því ástandi sem skapaðist og varð til þess að allt er eins og það er í dag.
Þetta fólk var hins vegar margt hvert aðeins nytsamir sakleysingjar í dansinum um gullkálfinn og er að jöfnu þeirra sök og þeirra sem spiluðu undir á þeim dansleik.
Þeir hinsvegar sem ekki tóku þátt í Hrunadansinum hinum síðari verða áfram að blæða fyrir græðgi þessara einstaklinga og niðurfelling þeirra aðeins hjóm eitt í samanburði við, niðurfellingu stórskuldarana með skuldahala á eftir sér.
Allar líkur benda nú til þess að Framsóknarflokkurinn ætli að veita þessari ríkisstjórn lengra líf og koma þannig að einu af sínum kosningarloforðum á kostnað okkar sem höfum reynt að berjast fyrir okkar lífi án þess að stefna öðrum í voða.
ég tek mér Cato gamla til fyrirmyndar og segi því: auk þess legg ég til að ríkisstjórnin segi af sér og mynduð verði stjórn athafna í anda Ólafs Thors, Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar
Ceterum autem censeo, Carthaginem esse delendam (auk legg ég það til að Karþagó skuli eytt)
Mun styðja niðurfærslutillögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.