Í hvers umboði bullarðu Össur

Ég er ansi hræddur um að Össur hafi rangtúlkað niðurstöður úr þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Ég hélt að það hefði verið kristaltær niðurstaða að Íslendingar ætluðu ekki að borga.

Hvað er maðurinn að bulla úti í heimi.

Komdu þér aftur heim Össur og bullaðu hér, það tekur hvort eð er enginn mark á þér á Íslandi, en einhver gæti haldið þarna úti að þú værir að tala fyrir hönd þjóðarinnar.

Ég vil minna þig á að svilkona þín sagði hátt og skýrt að þið væruð ekki þjóðin.


mbl.is Aldrei spurning um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Er ekki einhver, sem getur farið til útlanda, talað við erlenda fjölmiðla og sagt þeim sannleikann? Einhver sem hefur umboð frá þjóðinni ólíkt Össuri?

Vendetta, 9.10.2010 kl. 11:34

2 Smámynd: Elle_

Hann er að valda okkur óþolandi skaða og ætti að hafa vikið úr embætti fyrir löngu.   Hann á samt ekki að þurfa að líða fyrir vitleysu ISG.  Orðin voru hennar, ekki hans. 

Elle_, 9.10.2010 kl. 19:17

3 Smámynd: Vendetta

Að vísu hefur InDefence hópurinn stundum farið og leiðrétt vitleysuna. Nú ættu þeir að hafa samband við eistneska fjölmiðla.

Vendetta, 9.10.2010 kl. 19:32

4 Smámynd: Elle_

Vendetta, við vorum nokkur sem skrifuðum í síðu útvarpsstöðvarinnar í Eistlandi.  Það er linkur inni í RUV-fréttinni beint inni í síðu stöðvarinnar. 

Elle_, 10.10.2010 kl. 01:07

5 Smámynd: Elle_

Nei, beint inn í síðu stöðvarinnar.

Elle_, 10.10.2010 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband