5.10.2010 | 09:42
Nýsköpunarstjórn
Á 5. áratug síðustu aldar, voru þrennskonar form á ríkisstjórnum hér á Íslandi. 1939 var mynduð þjóðstjórn. Verðbólga jókst, verkföll bönnuð og einnig allar meiriháttar launahækkanir.
1942 voru svo tvennar kosningar vegna stjórnaskrárbreytinga. Ekki náðist að mynda ríkisstjórnarsamstarf og var því skipuð Utanþingsstjórn.
Stjórnin lagði fram í september 1944, frumvarp þar sem kaupgjald yrði lækkað. Frumvarpið var fellt og stjórnin sagði af sér.
Þá var það að tveir öndverðir pólar í stjórnmálum. Ólafur Thors og Einar Olgeirsson ákváðu að slíðra sverðin og reyna að bjarga hinu unga lýðveldi.
Með harðfylgni Ólafs tókst að mynda stjórn.
Markmið þessarar stjórnar skyldi vera að standa vörð um sjálfstæði landsins, endurnýja atvinnutæki, kaupa togara og fiskibáta, byggja upp síldarverksmiðjur og frystihús, vélvæða landbúnaðinn.
Með þessum ráðstöfunum átti að tryggja fulla atvinnu og stórbætt lífskjör. Þessi ríkisstjórn, nefndist Nýsköpunarstjórn og hefur vart önnur stjórn verið vinsælli á Íslandi, þó hún hafi ekki verið við völd nem í 2 ár.
Tókst henni í megin atriðum að ná markmiðum sínum.
Nú hefur í tæp 2 ár verið við völd ríkisstjórn, sem hefur við svipaðan vanda að glíma. En bregst allt öðruvísi við.
Væri ekki rétt að reynd væri þessi leið áður enn í frekara óefni er komið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.