Guð blessi þing og þjóð

Það kom ekki á óvart hvernig hvernig atkvæði flokkana skiptust. Hitt kom á óvart hvernig ákveðnir þingmenn Samfylkingarinnar breyttust í varðhunda pólitískrar rétthugsunar þegar kom að því að kjósa um samflokksmenn annarsvegar og pólitíska andstæðinga hins vegar.

Það var líka eftirtektarvert að sjálfstæðismenn voru sjálfum sér samkvæmir sama um hvern var kosið.

Nú er niðurstaða þingsins að einungis beri að kæra fyrrum forsætisráðherra fyrir vítavert gáleysi og beinlínis hafa stuðlað að hruni bankanna, en efnahagsráðherrann, ráðherra bankanna og fjármálaeftirlitsins beri þar enga sök.

Það verður fróðlegt að fylgjast með rannsókninni fyrir dómi og niðurstöðum fjölskipaðs dóms, þar sem 7 reyndustu hæstaréttardómarar landsins og 8 pólitískt skipaðir dómarar koma saman.

Nú hefur Ísland skipað sér í hóp þeirra ríkja sem stunda pólitískar ofsóknir.

Þór Saari, sem er í raun fulltrúi anarkista, hefur boðað að kjósa skuli til þings strax. Það er líkast til von hans að fram komi hópur grínista og anarkista sem hljóti samskonar fylgi og Gnarristar í borgarstjórnar kosningunum.


mbl.is Mál höfðað gegn Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband