27.9.2010 | 18:03
Opinberar aftökur og gapastokkar
Það getur verið varhugavert fyrir þingmenn að samþykkja að ákæra fyrrverandi eða jafnvel núverandi þingmenn.
Segjum sem svo að nú falli ríkisstjórnin og andstæðingar hennar komast til valda, þá gætu þeir auðveldlega í krafti meiri hluta á þingi skipað nýja rannsóknarnefnd og ákært núverandi ríkisstjórn fyrir slæleg vinnubrögð og fyrir að láta undir höfuð leggjast að koma fólkinu í landinu til hjálpar.
Þannig gæti þetta gengið áfram í hvert sinn sem nýr meirihluti er myndaður.
Þetta sér Guðmundur Steingrímsson fyrir sér. Hann veit sem er að dómstóll götunnar er óvæginn og langminnugur. Faðir hans og afi hafa fengið að heyra álit alþýðudómstólsins, annar vegna nokkurra grænna bauna en hin vegna kollu greys, sem var hvort eð er að dauða komin.
Hefur ekki sannfæringu fyrir ákærum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.