fórnarkostnaður

Þrátt fyrir mikinn kostnað við sanddælingu á þetta eftir að vera mikil búbót fyrir Eyjamenn. Það verða ekki bara Vestmannaeyjar sem koma til með að nota þessa höfn, heldur einnig fjöldinn allur af fastlendingum sem ekki hafa haft tök á því að koma til Eyja og sjá þessa merkilegu þjóð sem lifir þar.

Það eru ekki svo mörg ár frá því að eyjaskeggjar urðu að láta sér nægja rigningarvatn til neyslu.

Þrátt fyrir eldgos í byggð (það eina hér á landi), þá gafst fólkið ekki upp. Hús þeirra og eignir fóru undir hraun og ösku, fólkið dreifðist tímabundið um allt suðurland en samt héldu þeir sína þjóðhátíð á réttum tíma.

Þó svo að þurfi að henda einhverjum aurum í þetta verkefni í byrjun, þá má ekki gleyma því að þetta er mikil samgöngubót fyrir það fólk sem hefur í gegnum aldirnar lagt hvað mest til þjóðarbúsins og gerir það enn.

 


mbl.is 30 milljónir á mánuði til að dæla sandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margeir Örn Óskarsson

Held að fáir sjái eftir pening í samgöngur fyrir Eyjamenn.... hins vegar er ekki alveg sama hvernig þeim er eytt. Það að veita 150millj. í það eitt að halda höfninni opinni í einhverja mánuði er að mínu mati ekki sérlega góð lausn. Kannski á maður frekar að setja út á þá sem lögðu til þessa "lausn" að hafa þessa höfn.

Margeir Örn Óskarsson, 23.9.2010 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband