Niðurlæging stjórnvalda

Í stað þess að hugsa um íbúa landsins, eru stjórnmálamenn á kafi í eigin dekurverkefnum. nú eru að verða 2 ár frá því bankahrunið varð. Fyrstu viðbrögð stjórnarandstæðinga voru að trufla þáverandi ríkistjórn við björgunaraðgerðir.

  Annar hluti ríkisstjórnarinnar söðlaði um í miðjum  eins og Ingibjörg Sólrún orðaði svo skemmtilega að ætti ekki að gera. Íbúar landsins voru æstir upp gegn valdhöfum og stjórnarsamstarfi slitið. Boðað var til nýrra kosninga.

  Hvað hefur svo gerst, ekki aðeins atvinnulaust fólk heldur einnig launafólk stendur nú í biðröðum til að fá mat. Kommarnir í landinu deila hinsvegar um dekurverkefni sín, ESB og að koma höggi á alla þá sem hafa aðhyllst frelsi til athafna og gjörða.

  Biðraðir eins og sjást nú hjá Fjölskylduhjálpinni og öðrum góðgerðarfélögum minna hins vegar á biðraðir í Austur-Þýskalandi á tímum Ulbricht stjórnarinnar.

  Hvað gerist í borginni? Gnarristar sem þar stjórna sinna einnig bara sínum gæluverkefnum og í miðju atvinnuleysi kasta þeir blautri tusku framan í íbúa borgarinnar með því að hækka laun varaborgarfulltrúa um allt að 60%.


mbl.is Launafólk sækir í matarúthlutanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

já ég er sammála þér, en það má bæta við að á sínum tíma tóku stjórnvöld þá ákvörðun að rífa laun fólks úr tengingu við vísitölur, en leifðu kröfuhöfum að hafa tengingu við vísitölur.  það má lika segja að það hafi verið rekin sú stefna að það sé alltaf hægt að gagna í vasann á almenningi með sköttum. 

og auðvitað er verkalýðshreyfing að bregðast hér algerlega, enda heyrir maður að þeir séu í vasanum á hagsmunaaðilum og ríkistjórninni.  

GunniS, 21.9.2010 kl. 07:36

2 Smámynd: Guðmundur Paul

þegar laun voru aftengd vísutöluhækkunum (verðlagshækkunum) um 1990 höfðum við haft yfir 100% verðbólgu. Í mikilli verðbólgu eins og var þá voru víxlhækkanir, þannig að laun hækkuðu á 3ja mánaða fresti og verðlag svo í kjölfarið og skilað í raun engu í veskið. Hvort þá voru betri tímar eða ekki skal ég láta ósvarað.

Guðmundur Paul, 21.9.2010 kl. 08:14

3 Smámynd: GunniS

svoleiðis. en maður spyr þá, afhverju voru ekki allar tengingar við vísitölu bannaðar, eins og félagsbústaðir tengja leiguna við allskonar vísitölur sem þýðir að leigan hækkar á 3 mánaða fresti en launin ekki. 

GunniS, 21.9.2010 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband