sjálfum sér bestir

Það vill nú svo til að ég fylgdist um 1990 með aðgerðum Spánverja að koma skikkan á sígaunana hjá sér. Um haustið 1989 var búið að byggja blokkir um allan Spán og sígaunum boðin þær til afnota án greiðslu. Jafnframt var svo kveðið á að börnin skyldu sækja skóla og sígaununum veitt framfærsla svo þeir þyrftu ekki að standa á torgum og betla eða stela. Þegar börnin svo skiluðu sér ekki í skóla var farið að kanna málið og kom þá í ljós að sígaunar vildu ekki senda börnin í skóla. Allur lærdómur þeirra skyldi lærast af foreldrum of samfélaginu, en það var annað sem kom í ljós, allt innbú sem hafði fylgt íbúðunum var horfið og hafði það verið selt. Þetta rifjast hér upp vegna þess að borgarstjórinn í Reykjavík er einn af mótmælendum fyrir utan Alþingi, eins og hann segir sjálfur "er félagi í Amnesty International". Það er athyglisvert að meðan hann sýnir þessa réttlætiskennd gagnvart rómafólkinu, þá hafnar hann og flokkur hans tillögu um hækkun framfærslu þeirra sem njóta minnstu réttinda hér á landi, þeirra sem eru utan við kerfið. Róma fólkið (sígaunar) vilja ekki teljast borgar eins eða neins ríkis heldur lifa eins og hirðingjar, fá að flakka um eins og þeim sýnist.
mbl.is Mótmælt við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband