Þýskaland og Evran

Þýskaland er það ríki í heiminum sem mest leggur fram öðrum ríkjum til stuðnings, bæði fjárhagslega og siðferðilega.

Ástæðan fyrir því gæti verið innbyggð þjóðarskömm allflestra þjóðverja, vegna framferðis nasista í heimsstyrjöldinni síðari.

Ef þjóðverjar draga sig út úr gjaldmiðils samstarfinu er það dauðadómur yfir Evrunni, en það mun ekki verða. Þýskaland gerir sér fulla grein fyrir afleiðingum þess á önnur ríki samstarfsins.

Hins vegar er þýskur almenningur ekki á sama máli, þrátt fyrir það mun ekkert breytast í þeim efnum.

Þjóðverjar áttu lengi við vandamál að stríða vegna hás gengis þýska marksins sem olli því að þýskar vörur voru illseljanlegar erlendis vegna hás verðs.

Það hjálpar því að hluta til að önnur ríki Evru samstarfsins hjálpa til við að halda genginu niðri.


mbl.is Þjóðverjar þurfa ekki evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"auk þess legg ég til að suðurnesjum verði eytt"

Enn ein birtingarmynd ástandsins í velferðarþjóðfélaginu. Suðurnesin hafa ekki farið varhluta af kreppunni sem er þar þó djúpstæðari en annarstaðar á landinu.

Á meðan situr ríkisstjórnin að launráðum um framtíð landsins innan hagstjórnunar erlendra ríkja.

Ríkisstjórnin er skipuð sporgöngumönnum "hernámsandstæðinga" sem á sínum tíma áttu þá einu ósk að herinn færi.

Þegar herinn fór, glötuðust mörg atvinnutækifæri og margir misstu vinnuna.

Störfum hefur verið lofað á svæðinu, en ríkisstjórnin hefur gert allt sitt til að tefja og jafnvel hindra að þau komi til framkvæmda.

Gæti verið að núverandi ráðamenn hugsi líkt og Kató gamli: "auk þess legg ég til að Karþagó verði eytt." 


mbl.is Mikil neyð í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Möguleiki framtíðarinnar

Þegar norðurleiðin opnast verður Ísland aðili að norðursiglingunum og þar með mikilvæg umskipunarhöfn. Ekki síst fyrir Rússa og Kínverja.
mbl.is Spá átökum á Norðurslóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdnýðsla?

Húsfriðunarnefnd ákveður að friða 50 ára gamla byggingu og en yngri byggingar á svæðinu.

Er þarna einhver pólitískur þrýstingur á ferðinni vegna þess að Árni Johnsen stendur að þessu.

Skálholt er menningarsögulegur staður og menjar eða endurgerð þeirra tilheyra einnig sögunni.


mbl.is Skálholt skyndifriðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband