Þetta er rétt hjá Össuri, en......

Besti tími til að semja við einhvern er þegar hann stendur höllum fæti.

Þannig að mat Össurar er rétt, en eigum við þá að fara inn í samstarf sem er komið að fótum fram?

Er rétt af okkur að veita ESB pólitískt heilbrigðisvottorð, þegar fjöldi ríkja innan ESB á í vök að verjast?

Er hægt að veita einhverjum vottorð um heilbrigði, þegar ástand sjúklingsins er afar slæmt og helstu sérfræðingar í fjármála krankleika telji að sjúklingurinn muni ekki lifa af?


mbl.is Aldrei betra að semja við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingarleikur

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar gefast ekki upp á að segja þjóðinni ósatt.

   Der Spiegel online mánudaginn 7. nóvember:

Endangered Currency

First Greece -- then Ireland, Italy, Spain and Portugal: The European common currency has come under pressure from large national debts and the effects of the global financial crisis, ultimately requiring a rescue package close to a trillion euros.

Svo heldur Össur því fram að evran verði sterkari.

Ef þetta er mat ríkisstjórnarinnar að milljarða evra björgunarpakki geri evruna sterkari þá væri rétt að þeir notuðu þessa aðferðafræði við krónuna og dældu milljörðum króna út í efnahagslífið.

Það myndi þá bjarga krónunni og auka atvinnu í landinu. 


mbl.is Evran sterkari fyrir vikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband