7.11.2011 | 14:50
gleðifréttir fyrir staurblankann ríkiskassann?
Á árunum 2009 og 2010 fluttu 1100 börn og ungmenni úr landi og við það losnuðu pláss í skólum.
Nú er lag að hagræða, segja upp kennurum í leik- grunn og framhaldsskólum landsins, einnig verður hægt að minnka framlög til æskulýðsstarfa um allt land.
Það verður ekki hægt að segja annað en allt leggst á sveifina hjá Steingrími og Jóhönnu, auk þess að tala atvinnulausra minnkar.
Svo er það afleiðurnar, þegar búið verður að segja þessu fólki upp störfum sínum er alltaf möguleiki að fólkið flytji úr landi og þá verður aftur hægt að hagræða.
Þá er spurning hvort fólkið taki ekki aldrað foreldra sína með sér og létta þannig einnig á öldrunar "vandamálinu" og aftur sparast peningar.
Tilvalið væri fyrir ríkisstjórnina að bjóða flutningsstyrki, það væri fljótt að skila sér til baka.
þetta verður fínasta eilífðarvél, en reyndar verður þá að hækka skatta á hina, en það gerir bara ekkert til því þá flytja þeir bara líka úr landi.
![]() |
Fjöldi barna og unglinga meðal brottfluttra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2011 | 14:30
lögvarðir hagsmunir? hvað er það?
Af fréttinni að dæma sýnist mér að Hallur Reynisson og allir kynbræður hans hafi hagsmuna að gæta.
Það getur ekki verið annað en kynjamismunun þegar annað kynið fær auka afslátt í verslunum vegna kynferðis.
Ég gæti trúað að málið hefði tekið aðra stefnu ef kynjunum hefði verið snúið við.
2. grein mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna
Allir eiga kröfu á réttindum þeim og því frelsi, sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu.
![]() |
Kærunni vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2011 | 14:15
loftsteinn/smástirni
Þessi frétt er dálítið í anda 2005/2008 þegar fólk áttaði sig ekki á hversu stór milljarður væri.
http://kriskemp.com/wp-content/uploads/2011/11/yu55-asteroid-420x400.jpg
lofsteinninn er um 400 m í þvermál (across) og mun fara fram hjá jörðinni í um 200.000 mílur eða um 325.00 km fjarlægð. Hann mun fara inní sporbaug tunglsins og út úr honum aftur um 240.000 km aftan við tunglið. Næsti stóri loftsteinninn mun svo koma eftir 17 ár.
http://kriskemp.com/wp-content/uploads/2011/11/yu55-close1-420x400.jpg
http://en.esimg.org/upl/2011/10/2005_YU55_large.gif
![]() |
Loftsteinn í átt að jörðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |