25.11.2011 | 16:27
Facbook-nútíma samskipti
Langt fram á 20. öldina voru nánast öll samskipti bréfleg eða í gegnum síma ef ekki þurfti að hafa samband við fleiri en einn. Síðan tóku við telefax samskipti og síðar Email.
Nútíminn er öðruvísi. Formaður samfylkingarinnar og forsætisráðherra Íslands svarar forseta ASÍ með status á Facebook.
Það má reyndar segja að það sé viss framför, því alla síðustu öld hafa forsetar og stjórnir ASÍ verið leppar þeirra flokka sem skipa ríkisstjórnina í dag, eða forvera þeirra.
En með því að svara á Facebooksíðu sinni tryggir hún jafnframt að meiri hluti lesenda er í hallelújakór ríkisstjórnarinnar
![]() |
Jóhanna svarar gagnrýni ASÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2011 | 16:15
Aðstoð við nágranna
Færeyingar eiga það skilið af okkur að við komum þeim til hjálpar þegar þörf krefur. Þeir hafa verið okkar bestu bandamenn sem við höfum alltaf getað treyst á, en erum oft það stórir að við lítum framhjá þeim.
Hitt er annað mál, hvort þeir vilja eða þurfa aðstoð.
Fyrir tveimur árum (minnir mig) gerði einnig ofsa áhlaup á Færeyjar. Það reyndist ekki vera fréttamatur blaðanna þá en útvarpið sagði frá því í örfáum setningum.
Einhver einstaklingur fór þá af stað með söfnun fyrir þá, en samkvæmt viðtali við heimamann sagði hann að ekki væri þörf fyrir söfnun því þeir væru það vel tryggð fyrir veður tjóni.
![]() |
Íslendingar hjálpi Færeyingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2011 | 16:04
Samfylking í kosningagír
Samfylkingarþingmenn í norðausturkjördæmi eru farnir að örvænta, þetta er jafnframt kjördæmi Steingríms sem getur gert hvað sem er án þess að kjósendur hans sjái eitthvað athugavert við það.
Hér á árum áður voru þessi kjördæmi norðaustur og austurlandskjördæmi sterk framsóknarvígi. Það gæti farið svo að samfylkingin tapi fjölda atkvæða og þá jafnvel til framsóknarflokksins í kjördæminu.
Nú er ekki seinna vænna fyrir Kristján og Sigmund Erni að setja upp vandlætinga svipinn og reyna telja kjósendum fylkingarinnar trú um að allt verði gert (einhvertíma).
Það má alltaf ljúga að kjósendum og jafnvel bjóða þeim uppá eitthvað á Bakka við Húsavík og reyna þannig að vinna upp glataða tiltrú.
Samfylkingin er hvort eð er búinn að svíkja allt sem hún lofaði kjósendum sínum í þessu kjördæmi.
![]() |
Brjáluð ákvörðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2011 | 13:14
Standa Samfylkingarmenn við stóru orðin?
![]() |
Beiðni Huangs synjað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |