10.11.2011 | 13:42
Hinn mikli spámaður er fæddur, en það er ekki Messías
Össur er greinilega með aðra forspár eiginleika en flestir fjármálasérfræðingar heimsins, sem telja Evruna vera að syngja sitt síðasta.
Össur siglir greinilega að sömu höfn og forverar hans í utanríkismálum, þ.e.a.s í örugga höfn alþjóðastofnanna eins og Ingibjörg Sólrún og Jón Sigurðsson.
Með þessa spádómsgáfu í fjármálum heimsins gæti hann orðið bankastjóri Alþjóðabankans eða forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Það er hinsvegar alveg ljóst að hann er ekki á leið í formannsstól íslensku kratahreyfingarinnar.
![]() |
Spurði hvaða ESB Ísland ætti að ganga í |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2011 | 13:21
var Davíð að stríða Þorvaldi?
Það er ekkert óljóst við ummæli Þorvaldar Gylfasonar.
Efnahags og viðskiptaráðherra getur ekki talið það léttvægt eða óljóst þegar "virtur" hagfræðingur, prófessor og þar að auki formaður stjórnaskrárnefndar ríkisstjórnarinnar, haldi því fram opinberlega að Seðlabanki Íslands stundi peningaþvott.
Þetta mál þarf að rannsaka hið fyrsta, þó ekki með viðamikilli rannsóknarnefnd heldur beint sem sakamál.
Að fyrrum seðlabankastjóri, reyndar ónafngreindur, sé hafður fyrir þessu, segir meira um alvarleika málsins. Nema þá að Davíð Oddsson hafi verið að stríða Þorvaldi.
Þessi saga minnir á önnur mál sem kennd eru við frú Gróu á Leiti, sem vildi hafa ónafngreinda mektarmenn, fyrir sögum sínum en nafngreindi þá þó ekki.
![]() |
Seðlabankinn rannsaki óhreint fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |