Velferðarstefna ríkisstjórnarinnar í hnotskurn

Það hlýtur að vera mikið gleðiefni fyrir blankan fjármálaráðherra að tilkynna þessa frétt á landsfundi VG á Akureyri.

Þarna sparast töluverður peningur sem Steingrímur og Jóhanna geta síðan stært sig af sem bata í hagkerfinu og einnig sem lækkun fjölda atvinnulausra.

Það verður seint logið uppá hina tæru vinstristjórn að hún standi ekki við grundvallar markmið flokka sinna.


mbl.is Margar ungar konur missa bótarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

verðlaunaféð í ríkiskassann?

Þar sem enginn var nafngreindur í fréttinni má búast við að tollgæslan í eigin persónu hafi unnið til verðlaunanna sem Frank hafði lofað.

Þá er spurning hvort Steingrímur og Ögmundur geri ekki kröfu til verðlaunanna eða hvort starfsmannasjóður Tollgæslunnar hreppi þau.


mbl.is Skiptu sköpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

rangar fjárfestingar á kostnað lífeyrisþega

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að lífeyrissjóðir, sem hafa bruðlað með fé almennings, tekið þátt í áhættu fjárfestingum, varpi ábyrgð sinni á almenning.

Það er ekki langt um lið að lögfræðingur þessa sama sjóðs gleymdi að gera kröfu fyrir hönd sjóðsins.

Skyldu áskrift launamanna að lífeyriskerfinu hefur oft verið þyrnir í augum þeirra sem horfa til framtíðarinnar.

Jafnræðis gætir ekki milli félaga almennra lífeyrissjóða og ríkislífeyrissjóða.

Mótframlag launagreiðenda hefur hækkað jafn og þétt undanfarin ár, en duga ekki til að mæta kostnaðaraukningu sjóðanna.

Stapi er samrunafélag annarra sjóða og á ég bágt með að trúa því að ekki hafi orðið skerðing hjá þeim sjóðum sem sameinuðust, þó svo Stapi sem er vart 5 ára gamall stæri sig af að hafa ekki skert lífeyrisréttindi.

Lífeyrissjóðum er stjórnað af stéttarfélögum sem nýlega hafa samið um kjarabætur til handa vinnandi fólki, gera þær kröfur að kaupmáttur haldist á sama tíma og þeir skerða réttindi sjóðfélaga um ríflega sömu prósentutölu.

Stjórnendur fara með völd í krafti eigna almennings og þegar mistök verða í fjárfestingum er ábyrgðinni skellt á hinn almenna félaga. En forsvarsmenn glerhússins standa eftir með óskert völd og laun, algjörlega ósnertanleg.

Þess má einnig geta að hinn almenni launþegi hefur ekki kosningar/tillögurétt til stjórnar heldur eru fulltrúar sendir á aðalfundi frá viðkomandi stéttarfélögum.

Í upphafi var hugsunin á bak við lífeyrissjóðina góð líkt og með samvinnufélögin en bæði eru börn síns tíma og hafa orðið fyrir barðinu á glæpamönnum sem hafa sett eigin hag ofar hag sjóðfélaga.

 


mbl.is Skerða rétt um 6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband