28.10.2011 | 16:12
Hvers er ábyrgðin?
Það er enn bjargföst skoðun mín að upphlaupið á Austurvelli, að undirlagi vinstri ofstopamanna, afsögn ríkisstjórnarinnar í kjölfarið hafi verið röng.
Í upphafi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var það álit mitt, að Sjálfstæðisflokkurinn væri að gera mistök.
Samfylkingunni og forverum hennar, hefur ekki verið treystandi í stjórnarsamstarfi, sem síðar sýndi sig vera rétt.
Á ögurstundu brást Samfylkingin, enda hafði mikil valdabarátta geisað í langan tíma innan hennar.
Þegar svo Ingibjörg Sólrún veiktist á haustdögum 2008, var hver höndin uppá móti annarri, og fór þar fremstur í flokki svili Ingibjargar.
Til að ná svo sáttum innan Samfylkingarinnar varð úr að gamall flokkaflakkari varð fyrir valinu undir gömlum slagara að "hennar tími myndi koma".
Eins og marga eldriborgara hendir, þá var minnið farið að gefa sig. Aðild hennar að ríkisstjórninni, sem hefur verið nefnd hrun stjórnin, og vera hennar í framkvæmdastjórn ríkisstjórnarinnar, þurrkaðist út eins og hjá Alzheimer sjúklingi.
Í tæp 3 ár hefur hún gleymt fyrri áherslum sínum í velferðarmálum en einbeitt sér í hatursáróðri gegn andstæðingum sínum í pólitík og að koma Íslandi undir hagstjórn erlendra ríkja.
Á meðan stendur klapplið hennar upp og hyllir hana sem hinn mikla foringja, gagnrýnislaust.
Almenningur sem áður krafðist úrbóta við undirleik tunnuslagara, hefur týnst undir ímyndaðri skjaldborg. Krafan um gagnsæi í stjórnun eru eins og nýju föt keisarans, spillingin, valdagræðgin og vinagreiðarnir, sem hafa einkennt krata frá upphafi, grassera sem aldrei fyrr.
![]() |
Neyðarlögin sanna gildi sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2011 | 15:37
Hárrétt ákvörðun
Enn ein sönnun fyrir því að Geir H Haarde og félagar brugðust rétt við á örlagastundu, þó svo að vinstrimenn hafi reynt að sverta ákvörðunina.
Á einni nóttu var brugðist hárrétt við eins og sérfræðingar hafa bent á, gjaldeyrisforðinn hvarf ekki vegna ákvörðunar Davíðs og seðlabankans, íslendingar á ferðlögum urðu ekki strandaglópar, flugfélög og skipafélög urðu ekki innlyksa í erlendum höfnum.
Þessar ákvarðanir voru teknar við mikið álag og rétt brugðist við.
En hvernig hefur núverandi ríkisstjórn brugðist við til bjargar heimilum í landinu á tæpum 3 árum.
Mestur tími hefur farið í að koma mönnum frá völdum og reyna að ákæra þá fyrir brot í starfi og gæluverkefni Samfylkingarinnar haft forgang með samþykki Steingríms og vinstri grænna, þvert á yfirlýsta stefnu þess flokks.
![]() |
Neyðarlögin gilda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |