Færsluflokkur: Pepsi-deildin
28.9.2010 | 05:47
3 ár í það minnsta !
Hvenær læra þessi fótboltafélög af reynslunni, það á bara að ráða þjálfar í mánuð í senn.
Endurskoðendur KR ættu að vita þetta og benda stjórninni á það.
KR réð Rúnar til þriggja ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2010 | 08:33
hefði mátt koma fyrr
Vandamál liða sem komast upp um deild, er oftast sá að þau halda að þau séu svo góð.
Selfossliðinu gekk mjög vel í 1.deild á sl ári og einnig í fyrstu leikjunum í úrvalsdeildinni, en svo sprakk blaðran. Einbeitingaskortur og vöntun á sigurvilja þvældist fyrir þeim. Þeir áttuðu sig einfaldlega ekki á því að þeir voru ekki bestir í deildinni.
Svo kemur lokaleikurinn sem skipti ekki nokkru máli um stöðu liðsins og þá gerist hið óvænta, þeir bursta andstæðingana.
Í hnotskurn er þetta lýsing á Íslenskri knattspyrnu í heild sinni. Ef lið eru gagnrýnd fyrir leik, er það kallað að draga úr sigurvilja liðsins. Allir ljúka upp munni í þess stað og segja liðið hafi góða sigurmöguleika, en svo kemur skellurinn.
Íslensk karla knattspyrna er með því lélegra sem gerist í Evrópu. Leikmenn eru sóttir til annarra landa til að spila með landsliðinu, menn sem jafnvel hafa einungis setið á bekknum undanfarin misseri, og hafa því litla sem enga leikreynslu.
Vinir þessara leikmanna hafa mært þá í blöðunum eins og þeir séu einhver goð. Og já menn þeirra taka undir það. Ef eitthvert lið erlendis, sem hefur íslenskan leikmann á sínum snærum, er alltaf sagt að lið NN hafi gert góða hluti, jafnvel þótt viðkomandi hafi ekki komið inná völlinn í leiknum.
Enska landsliðið er sama marki brennt og sýndi það sig best á HM í sumar.
Markakóngur þriggja félaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2010 | 06:47
Sparksérfræðingar
ÍBV og Breiðabliki var ekki spáð sérstaklega góðum árangri í upphafi móts.
Ég hefði þó frekar viljað að ÍBV hefði hampað bikarnum, en samt, til hamingju Blikar
Breiðablik er Íslandsmeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2010 | 06:41
Til hamingju Blikar
Það kom að því að Blikarnir sýndu að þeir stæðu jafnfætis Kollunum í Kópavogi. Kvennalið Breiðabliks hefur átt frábæran feril í mörg ár.
Breiðabliki var spáð þriðja sætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |