9.11.2011 | 13:48
Þýskaland og Evran
Þýskaland er það ríki í heiminum sem mest leggur fram öðrum ríkjum til stuðnings, bæði fjárhagslega og siðferðilega.
Ástæðan fyrir því gæti verið innbyggð þjóðarskömm allflestra þjóðverja, vegna framferðis nasista í heimsstyrjöldinni síðari.
Ef þjóðverjar draga sig út úr gjaldmiðils samstarfinu er það dauðadómur yfir Evrunni, en það mun ekki verða. Þýskaland gerir sér fulla grein fyrir afleiðingum þess á önnur ríki samstarfsins.
Hins vegar er þýskur almenningur ekki á sama máli, þrátt fyrir það mun ekkert breytast í þeim efnum.
Þjóðverjar áttu lengi við vandamál að stríða vegna hás gengis þýska marksins sem olli því að þýskar vörur voru illseljanlegar erlendis vegna hás verðs.
Það hjálpar því að hluta til að önnur ríki Evru samstarfsins hjálpa til við að halda genginu niðri.
![]() |
Þjóðverjar þurfa ekki evruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2011 | 12:24
"auk þess legg ég til að suðurnesjum verði eytt"
Enn ein birtingarmynd ástandsins í velferðarþjóðfélaginu. Suðurnesin hafa ekki farið varhluta af kreppunni sem er þar þó djúpstæðari en annarstaðar á landinu.
Á meðan situr ríkisstjórnin að launráðum um framtíð landsins innan hagstjórnunar erlendra ríkja.
Ríkisstjórnin er skipuð sporgöngumönnum "hernámsandstæðinga" sem á sínum tíma áttu þá einu ósk að herinn færi.
Þegar herinn fór, glötuðust mörg atvinnutækifæri og margir misstu vinnuna.
Störfum hefur verið lofað á svæðinu, en ríkisstjórnin hefur gert allt sitt til að tefja og jafnvel hindra að þau komi til framkvæmda.
Gæti verið að núverandi ráðamenn hugsi líkt og Kató gamli: "auk þess legg ég til að Karþagó verði eytt."
![]() |
Mikil neyð í Reykjanesbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2011 | 12:13
Möguleiki framtíðarinnar
![]() |
Spá átökum á Norðurslóðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2011 | 12:06
Valdnýðsla?
Húsfriðunarnefnd ákveður að friða 50 ára gamla byggingu og en yngri byggingar á svæðinu.
Er þarna einhver pólitískur þrýstingur á ferðinni vegna þess að Árni Johnsen stendur að þessu.
Skálholt er menningarsögulegur staður og menjar eða endurgerð þeirra tilheyra einnig sögunni.
![]() |
Skálholt skyndifriðað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2011 | 17:59
Þetta er rétt hjá Össuri, en......
Besti tími til að semja við einhvern er þegar hann stendur höllum fæti.
Þannig að mat Össurar er rétt, en eigum við þá að fara inn í samstarf sem er komið að fótum fram?
Er rétt af okkur að veita ESB pólitískt heilbrigðisvottorð, þegar fjöldi ríkja innan ESB á í vök að verjast?
Er hægt að veita einhverjum vottorð um heilbrigði, þegar ástand sjúklingsins er afar slæmt og helstu sérfræðingar í fjármála krankleika telji að sjúklingurinn muni ekki lifa af?
![]() |
Aldrei betra að semja við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2011 | 17:45
Blekkingarleikur
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar gefast ekki upp á að segja þjóðinni ósatt.
Der Spiegel online mánudaginn 7. nóvember:
Endangered Currency
First Greece -- then Ireland, Italy, Spain and Portugal: The European common currency has come under pressure from large national debts and the effects of the global financial crisis, ultimately requiring a rescue package close to a trillion euros.
Svo heldur Össur því fram að evran verði sterkari.
Ef þetta er mat ríkisstjórnarinnar að milljarða evra björgunarpakki geri evruna sterkari þá væri rétt að þeir notuðu þessa aðferðafræði við krónuna og dældu milljörðum króna út í efnahagslífið.
Það myndi þá bjarga krónunni og auka atvinnu í landinu.
![]() |
Evran sterkari fyrir vikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2011 | 14:50
gleðifréttir fyrir staurblankann ríkiskassann?
Á árunum 2009 og 2010 fluttu 1100 börn og ungmenni úr landi og við það losnuðu pláss í skólum.
Nú er lag að hagræða, segja upp kennurum í leik- grunn og framhaldsskólum landsins, einnig verður hægt að minnka framlög til æskulýðsstarfa um allt land.
Það verður ekki hægt að segja annað en allt leggst á sveifina hjá Steingrími og Jóhönnu, auk þess að tala atvinnulausra minnkar.
Svo er það afleiðurnar, þegar búið verður að segja þessu fólki upp störfum sínum er alltaf möguleiki að fólkið flytji úr landi og þá verður aftur hægt að hagræða.
Þá er spurning hvort fólkið taki ekki aldrað foreldra sína með sér og létta þannig einnig á öldrunar "vandamálinu" og aftur sparast peningar.
Tilvalið væri fyrir ríkisstjórnina að bjóða flutningsstyrki, það væri fljótt að skila sér til baka.
þetta verður fínasta eilífðarvél, en reyndar verður þá að hækka skatta á hina, en það gerir bara ekkert til því þá flytja þeir bara líka úr landi.
![]() |
Fjöldi barna og unglinga meðal brottfluttra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2011 | 14:30
lögvarðir hagsmunir? hvað er það?
Af fréttinni að dæma sýnist mér að Hallur Reynisson og allir kynbræður hans hafi hagsmuna að gæta.
Það getur ekki verið annað en kynjamismunun þegar annað kynið fær auka afslátt í verslunum vegna kynferðis.
Ég gæti trúað að málið hefði tekið aðra stefnu ef kynjunum hefði verið snúið við.
2. grein mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna
Allir eiga kröfu á réttindum þeim og því frelsi, sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu.
![]() |
Kærunni vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2011 | 14:15
loftsteinn/smástirni
Þessi frétt er dálítið í anda 2005/2008 þegar fólk áttaði sig ekki á hversu stór milljarður væri.
http://kriskemp.com/wp-content/uploads/2011/11/yu55-asteroid-420x400.jpg
lofsteinninn er um 400 m í þvermál (across) og mun fara fram hjá jörðinni í um 200.000 mílur eða um 325.00 km fjarlægð. Hann mun fara inní sporbaug tunglsins og út úr honum aftur um 240.000 km aftan við tunglið. Næsti stóri loftsteinninn mun svo koma eftir 17 ár.
http://kriskemp.com/wp-content/uploads/2011/11/yu55-close1-420x400.jpg
http://en.esimg.org/upl/2011/10/2005_YU55_large.gif
![]() |
Loftsteinn í átt að jörðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |