að boði Heródesar konungs

Ef ekki má fara með bæn í heimsókn í kirkju á aðventunni, þá er einnig óskiljanlegt hversvegna það er þá farið með börnin í kirkju.

Aðventa er komið af latneska orðinu adventus (Að baki liggur latneska sögnin advenio'ég kem til' sem leidd er af latnesku sögninni venio 'ég kem' með forskeytinu ad-), og þýðir tilkoma eða vænting og er trúarlegt tímabil.

Á sama tíma og skólar Reykjavíkurborgar, að forboði Heródesar konungs og hirðar hans, hamast við að uppfylla kröfur um afnám trúar tákna fyllast götur borgarinnar af bjöllu- og kerta skreytingum í tilefni fæðingarhátíðar frelsarans Jesúm Krists.

Hræsni forsjárhyggju manna á sér engin takmörk.


mbl.is Bannað að fara með faðirvorið á aðventu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forsjárhyggja byggir á hræðslu lítilmagnans, vegna þekkingarskorts. En af hverju segir þú ekki eins og er?: Þetta er bara vinstra pakk, sem hinir vitleysingjarnir kusu yfir sig.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 12:19

2 Smámynd: Guðmundur Paul

haha, það gæti verið satt. Og líklegast fagna þeir jólabónusinum.

Guðmundur Paul, 29.11.2011 kl. 12:32

3 Smámynd: Ragnar Þórisson

Jólin eru miklu meira en fæðingarhátíð Jesú. Kristnir hafa engan einkarétt á hátíðarhöldum í kringum stysta dag ársins. Það mætti allt eins kalla þá sem telja það hræsnisfulla forsjárhyggjumenn.

Ragnar Þórisson, 29.11.2011 kl. 14:16

4 Smámynd: Guðmundur Paul

Ragnar, ég hélt því ekki heldur fram, en aðventan er trúartímabil. Það er ekki alveg rétt hjá þér þegar þú talar um stysta dag ársins. Skipting milli dags og nætur er alltaf 12 klt frá 6-18 og 18-6. Fyrrum hófst nýr dagur að germönskum sið á miðaftan þeas kl 18 og þess vegna hringjum við kristnir menn á norðurlöndum og Þýskalandi inn jólin kl 18 en ekki á miðnætti sem er úr kaþólsku. Hið rétta er að að sólargangur er stystur á vetrarsólhvörfum sem er 21. desember en þá er sól lægst á lofti á norðurhveli jarðar en hinsvegar hæst á lofti á suðurhveli sem er þá "lengsti dagur ársins". Og hefur því ekkert með forsjárhyggju núlifandi manna að gera og hvað þá hræsni þeirra.

Guðmundur Paul, 29.11.2011 kl. 16:12

5 Smámynd: Ragnar Þórisson

Ég talaði um "í kringum stysta dag ársins". Fyrir því er góð ástæða. Vetrarsólstöður eru ýmist 21. eða 22. desember, oftar þann 21. En áður en menn þróuðu tæknina til að mæla tímsetninguna svona nákvæmlega þá var notast við 24. og 25. desember. Mælitæki þeirra tíma voru ekki svona nákvæm. Þetta allt gerist löngu áður en menn fóru að hringja inn jólin kl. 18 eða á miðnætti.

Þú talaðir um að götur borgarinnar væru skreyttar í tilefni fæðingarhátíðar frelsarans. Það er einföldun. Þetta er margra alda gömul hefð, mun eldri en kristnin. Borgin er skreytt vegna þess að það er hefð fyrir því. Það er engin þörf á því að vera trúaður til að gera það.

Ragnar Þórisson, 29.11.2011 kl. 20:30

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Luktar Gvendur. Það er ekki bannað að fara með bæn í heimsóknum skólabarna í kirkjur. Það er einungis bannað að skikka börnin eða hvetja þau til þess. Þeim er hins vegar heimilt að gera það sjálf vilji þau það. Meðan það er gert án þrýstings þá banna relgur borgarinnar það ekki.

Sigurður M Grétarsson, 29.11.2011 kl. 21:35

7 Smámynd: Guðmundur Paul

Ragnar, ég held að þú hafir ekki lesið það sem ég skrifaði. Dagurinn er ekki stystur heldur er það sólin sem er lægst/styst á lofti. Einnig skrifaði ég að aðventan væri kristið trúartímabil. Og hræsnin liggur í því að að fara í kirkju á aðventunni á sama tíma og boð frá Heródesi/Gnarr komu um bann við trúariðkun á vegum skóla. Skreytingar borgarinnar með bjöllum og kertum skýtur einnig rótum undir skoðun mína um hræsnina. Það er kannski ekki rétt samlíking að líkja Gnarrinum við Heródes sem var konungur/landstjóri/fjórðungsstjóri í Galíleu og Pereu, bæði við fæðingu og eins við dauða Frelsarans, heldur væri eins hægt að líkja honum við tollheimtumanninn.

Guðmundur Paul, 30.11.2011 kl. 00:04

8 Smámynd: Guðmundur Paul

Sigurður: Þar sem ég les aðeins blöðin og hlusta á fréttir, hefur það verið misskilningur minn að Gnarrinn hafi bannað trúariðkun og tákn í skólum borgarinnar. Og fari fjölmiðlarnir með rangt mál biðst ég afsökunar á misskilningnum. Þar sem fréttir þess efnis hafa birst í mörgum ólíkum fjölmiðlum sé ég ekki að við mig sé að sakast.

Guðmundur Paul, 30.11.2011 kl. 00:08

9 Smámynd: Ragnar Þórisson

Gvendur, þér væri hollast að kynna þér reglur borgarráðs áður en þú ferð að væna menn um hræsni. Þú ert alls ekki sá eini sem hefur misskilið reglurnar. Það er allt of algengt. Ég held þú getir ekki alfarið kennt fjölmiðlum um þetta vegna þess að þeir hafa líka bent á misskilninginn.

Ragnar Þórisson, 30.11.2011 kl. 10:52

10 Smámynd: Guðmundur Paul

Ég tel að skólastjórnendur hafi sama skilning á þessu og ég hef. Það væri óvitlaust af grínistanum að leiðrétta þennan misskilning þannig að boðskapurinn komist óbrenglaður til allra þeirra sem málið varðar. Það er ekki nóg að sjálfskipað handbendi hans reyni að leiðrétta það hér.

Guðmundur Paul, 30.11.2011 kl. 12:36

11 Smámynd: Ragnar Þórisson

Mér finnst þú vera orðinn heldur hrokafullur núna. Ég vona að það hafi ekki verið meiningin.

Það hefur margoft verið bent á þennan misskilning. Margrét Sverrisdóttir hefur gert það nokkrum sinnum. Þú þarft ekkert að taka mig trúanlegan fyrir því frekar en þú vilt en þú getur auðveldlega komist að hinu sanna sjálfur.

Mér finnst allt of margir láta það gilda einu hvort málflutningur þeirra byggist á misskilningi eða ekki og halda áfram þrátt fyrir leiðréttingar. Ég vil þó telja þér til tekna að þú hefur viðurkennt misskilninginn.

Það er alveg rétt hjá þér að það er ekki nóg að ég (sem þú á hrokafullan hátt kallar sjálfskipað handbendi) reyni að leiðrétta það hér. Hins vegar tel ég að fækkun þeirra sem misskilja um a.m.k. einn vera gleðiefni. En betur má ef duga skal.

Ragnar Þórisson, 30.11.2011 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband