gleðifréttir fyrir staurblankann ríkiskassann?

Á árunum 2009 og 2010 fluttu 1100 börn og ungmenni úr landi og við það losnuðu pláss í skólum.

Nú er lag að hagræða, segja upp kennurum í leik- grunn og framhaldsskólum landsins, einnig verður hægt að minnka framlög til æskulýðsstarfa um allt land.

Það verður ekki hægt að segja annað en allt leggst á sveifina hjá Steingrími og Jóhönnu, auk þess að tala atvinnulausra minnkar.

Svo er það afleiðurnar, þegar búið verður að segja þessu fólki upp störfum sínum er alltaf möguleiki að fólkið flytji úr landi og þá verður aftur hægt að hagræða.

Þá er spurning hvort fólkið taki ekki aldrað foreldra sína með sér og létta þannig einnig á öldrunar "vandamálinu" og aftur sparast peningar.

Tilvalið væri fyrir ríkisstjórnina að bjóða flutningsstyrki, það væri fljótt að skila sér til baka.

þetta verður fínasta eilífðarvél, en reyndar verður þá að hækka skatta á hina, en það gerir bara ekkert til því þá flytja þeir bara líka úr landi.


mbl.is Fjöldi barna og unglinga meðal brottfluttra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband