Erfitt framundan hjá Samfylkingunni

Ákveðnir þingmenn Samfylkingarinnar meta flokkslit meira en sannfæringu. Og hefur þetta skapað reiði ekki bara innan þings, heldur líka úti í samfélaginu of ekki hvað síst meðal eigin flokksmanna.

Að komast að því að bankamálaráðherrann sé ekki sekur í aðdraganda bankahruns heldur forsætisráðherra einn sýnir ekki uppgjör þings við hrunið, heldur lýsir frekar karakterum þessara þingmanna Samfylkingarinnar.

Þau rök að Björgvini hafi verið haldið frá upplýsingum á þessu tímabili, verði þá frekar sakfelling á meðráðherra hans í Samfylkingunni, þeim Ingibjörgu Sólrúnu, Jóhönnu, Össuri og Kristjáni.

Það er greinilegt að Samfylkingin á langt í land að gera upp sín mál.


mbl.is Ískalt viðmót á þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðismenn eru bara hræddir. Það er málið.

Ástæðan: Ef Landsdómur ákveður að halda áfram með málið þá þarf að rannsaka og þá kemur ýmislegt upp á yfirborðið.

skussinn (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 08:32

2 identicon

Ég er sammála því að allt bendi til þess að þorri samfylkingarþingmanna hafi verndað samfylkingarráðherrana. En sjálfstæðismenn hafna því algerlega að fjórmenningarnir beri nokkra ábyrgð á hruninu. Þeir vita að sjálfsögðu betur og að það er í raun sérstakt hvernig vinnubrögðin eru á þeim bænum. Allir sammála!!!

Guðmundur (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 08:34

3 Smámynd: Smári Kr.

Á sjónum er það svo  að ef skipi er silgt strand þá ber aðeins skipstjórinn ábyrgð.Er forsætisráðherra ekki skipstjórinn þjóðarskútunni og þar af leiðandi á hann að axla ábyrgð.Þingmenn eiga að kjósa eftir eiginn sannfæringu en ekki flokkslínum það hafa þingmenn Samfylkingar gert ofugt við þingmenn Sjálfstæðisflokks.Hvað varðar eineltið sem Sjálftökuflokkurinn hefur boðað er það bara í anda flokkslínunar hjá þeim,allt ákveðið í bak herbeggjum.Einelti er bannað samkvæmt landslögum að ég held svo ef þeir fara þá leiðina er hrunaflokkurinn loksins að sýna siit rétta eðli.Ef við vinnum ekki með góðu þá notum við öll þau óvönduðu meðul sem við þekkjum ( komum ekki að tómum kofan þar).

Smári Kr., 30.9.2010 kl. 10:18

4 identicon

Smári, þarna er um að ræða marga skipstjóra.

Ég held þú áttir þig ekki á kjarnanum í þessu máli.

Það sem þessir fjórir aðilar bera ábyrgð á er allt af sama toga, það er ekki munur á. Ákæruatriðin eru mjög óljós og því mjög hæpið að menn verði sakfelldir á slíkum grundvelli.  Það er því í meira lagi skrítið að ákveðnir þingmenn telji sig geta gert upp á milli þeirra sem á að ákæra.

Þegar menn sýna slíkt af sér er byggt á pólitík en ekki réttlæti.  Því eru Ólína, Sigríður, Helgi Hjörvar og Skúli ekkert nema pólitískar druslur. 

Njáll (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 13:10

5 Smámynd: Guðmundur Paul

Þetta er ágæt samlíking hjá þér Smári.

Þú gleymir bara að í sjórétti ber skipsstjóri ekki altaf alla ábyrgð einn. Heldur einnig þeir sem sem eru á vakt, hvort það er í brúnni eða í vél og þar af leiðandi beri hver og einn ábyrgð á sínu verksviði.

Öll áhöfnin er kölluð fyrir dóm og þar er ákveðið hver skuli bera ábyrgð eða hvort allir hafi verið sekir eða enginn.

Í þingákærunni, kom það hinsvegar í ljós að nokkrir samfylkingingar þingmenn vildu ekki láta reyna á það fyrir dómi hvort einhver eða enginn hafi borið ábyrgð á hruninu, eða hvort sökin sé hjá einhverjum allt öðrum.

Guðmundur Paul, 30.9.2010 kl. 23:43

6 Smámynd: Guðmundur Paul

Að halda því fram að Samfylking eða framsókn hafi ekki kosið eftir flokkslínum er fáránleg della.

Þetta var meistaralega útfært bragð hjá þeim. Með atkvæðum sínum tryggðu þeir að Geir var ákærður og Samfylkingar ráðherrar sluppu, en hafa líklega ekki reiknað með því hvernig Guðmundur Steingrímsson myndi kjósa og þess vegna slapp Árni.

Guðmundur Paul, 30.9.2010 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband