Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

rangar fjárfestingar á kostnað lífeyrisþega

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að lífeyrissjóðir, sem hafa bruðlað með fé almennings, tekið þátt í áhættu fjárfestingum, varpi ábyrgð sinni á almenning.

Það er ekki langt um lið að lögfræðingur þessa sama sjóðs gleymdi að gera kröfu fyrir hönd sjóðsins.

Skyldu áskrift launamanna að lífeyriskerfinu hefur oft verið þyrnir í augum þeirra sem horfa til framtíðarinnar.

Jafnræðis gætir ekki milli félaga almennra lífeyrissjóða og ríkislífeyrissjóða.

Mótframlag launagreiðenda hefur hækkað jafn og þétt undanfarin ár, en duga ekki til að mæta kostnaðaraukningu sjóðanna.

Stapi er samrunafélag annarra sjóða og á ég bágt með að trúa því að ekki hafi orðið skerðing hjá þeim sjóðum sem sameinuðust, þó svo Stapi sem er vart 5 ára gamall stæri sig af að hafa ekki skert lífeyrisréttindi.

Lífeyrissjóðum er stjórnað af stéttarfélögum sem nýlega hafa samið um kjarabætur til handa vinnandi fólki, gera þær kröfur að kaupmáttur haldist á sama tíma og þeir skerða réttindi sjóðfélaga um ríflega sömu prósentutölu.

Stjórnendur fara með völd í krafti eigna almennings og þegar mistök verða í fjárfestingum er ábyrgðinni skellt á hinn almenna félaga. En forsvarsmenn glerhússins standa eftir með óskert völd og laun, algjörlega ósnertanleg.

Þess má einnig geta að hinn almenni launþegi hefur ekki kosningar/tillögurétt til stjórnar heldur eru fulltrúar sendir á aðalfundi frá viðkomandi stéttarfélögum.

Í upphafi var hugsunin á bak við lífeyrissjóðina góð líkt og með samvinnufélögin en bæði eru börn síns tíma og hafa orðið fyrir barðinu á glæpamönnum sem hafa sett eigin hag ofar hag sjóðfélaga.

 


mbl.is Skerða rétt um 6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers er ábyrgðin?

Það er enn bjargföst skoðun mín að upphlaupið á Austurvelli, að undirlagi vinstri ofstopamanna, afsögn ríkisstjórnarinnar í kjölfarið hafi verið röng.

Í upphafi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var það álit mitt, að Sjálfstæðisflokkurinn væri að gera mistök.

Samfylkingunni og forverum hennar, hefur ekki verið treystandi í stjórnarsamstarfi, sem síðar sýndi sig vera rétt.

Á ögurstundu brást Samfylkingin, enda hafði mikil valdabarátta geisað í langan tíma innan hennar.

Þegar svo Ingibjörg Sólrún veiktist á haustdögum 2008, var hver höndin uppá móti annarri, og fór þar fremstur í flokki svili Ingibjargar.

Til að ná svo sáttum innan Samfylkingarinnar varð úr að gamall flokkaflakkari varð fyrir valinu undir gömlum slagara að "hennar tími myndi koma".

Eins og marga eldriborgara hendir, þá var minnið farið að gefa sig. Aðild hennar að ríkisstjórninni, sem hefur verið nefnd hrun stjórnin, og vera hennar í framkvæmdastjórn ríkisstjórnarinnar, þurrkaðist út eins og hjá Alzheimer sjúklingi.

Í tæp 3 ár hefur hún gleymt fyrri áherslum sínum í velferðarmálum en einbeitt sér í hatursáróðri gegn andstæðingum sínum í pólitík og að koma Íslandi undir hagstjórn erlendra ríkja.

Á meðan stendur klapplið hennar upp og hyllir hana sem hinn mikla foringja, gagnrýnislaust. 

Almenningur sem áður krafðist úrbóta við undirleik tunnuslagara, hefur týnst undir ímyndaðri skjaldborg. Krafan um gagnsæi í stjórnun eru eins og nýju föt keisarans, spillingin, valdagræðgin og vinagreiðarnir, sem hafa einkennt krata frá upphafi, grassera sem aldrei fyrr. 

 


mbl.is Neyðarlögin sanna gildi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hárrétt ákvörðun

Enn ein sönnun fyrir því að Geir H Haarde og félagar brugðust rétt við á örlagastundu, þó svo að vinstrimenn hafi reynt að sverta ákvörðunina.

Á einni nóttu var brugðist hárrétt við eins og sérfræðingar hafa bent á, gjaldeyrisforðinn hvarf ekki vegna ákvörðunar Davíðs og seðlabankans, íslendingar á ferðlögum urðu ekki strandaglópar, flugfélög og skipafélög urðu ekki innlyksa í erlendum höfnum.

Þessar ákvarðanir voru teknar við mikið álag og rétt brugðist við.

En hvernig hefur núverandi ríkisstjórn brugðist við til bjargar heimilum í landinu á tæpum 3 árum.

Mestur tími hefur farið í að koma mönnum frá völdum og reyna að ákæra þá fyrir brot í starfi og gæluverkefni Samfylkingarinnar haft forgang með samþykki Steingríms og vinstri grænna, þvert á yfirlýsta stefnu þess flokks.


mbl.is Neyðarlögin gilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morð er ekki fagnaðarefni....... eða hvað?

Fréttir af morðinu á Muammar Gaddafi, þar sem lík hans er niðurlægt geta ekki verið fagnaðarefni siðaðrar þjóða.

Alþjóðleg inngrip í innanríkismál annarra þjóða er ekki nýtt. Víða eru mannréttindi brotin án þess að stórveldi og hernaðarbandalög skipti sér af málunum.

Þannig er það td í Saudi Arabíu, en þar eru við völd vinir Herra þjóðarinnar.

En er allt í sómanum hjá Evrópuþjóðum, eða í Norður Ameríku, hvernig myndum við bregðast við ef hernaðarbandalög í Asíu eða Afríku myndu gera innrás í Evrópu ríki, vegna þess að að þau telji að mannréttindi séu brotin í viðkomandi ríki, að skipting auðæfa landsins sé misskipt, að fámennar valdaklíkur stjórni landinu eða að almenn mannréttindi til lífs skv Mannréttindasáttmála Sþ séu ekki virt.

Eða eru það kannski vestrænar þjóðir og vestræn viðmið sem eiga að hafa forgang.

Í Líbíu og öðrum ríkjum, sem hafa áður verið nýlendur Evrópuþjóða eru ættbálkatengsl sterk, og ekki öruggt að friður haldist þrátt fyrir að einn "harð" stjóri sé myrtur með samþykki okkar vesturlandabúa.

Bandaríkjamenn hafa oft leikið þennan leik að setja af ríkisstjórn sem þeim er ekki að skapi, td í Suður Ameríku og þá jafnframt stutt harðstjóra, eins og í Chile.

Seinni ár hafa svo Bandaríkjamenn farið fram á stuðning Evrópuþjóða svo þeir sætu ekki einir með ábyrgðina.

Fyrir fáeinum árum, krafðist núverandi stjórnarmeirihluti, rannsóknar á því hvers vegna Ísland hefði gerst aðili að innrásinni í Írak og að Ísland yrði strikað út af stuðningsyfirlýsingunni.

Árásin á Líbíu var gerð með stuðningi NATO og ESB, og þar af leiðandi okkar íslendinga. Og erum við því samsek um morðið á Gaddafi og þar með stríðsglæp.

Miðað við ný ummæli Obama Bandaríkjaforseta "Iran will pay a price", má búast fljótlega við nýjum stríðsyfirlýsingum.

Og þá líklegast með stuðningi mínum án þess að eftir honum verði leitað.


mbl.is Þjóðarleiðtogar fagna falli Gaddafis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir-Public benefactor

Málarekstur gegn Baugs liðinu hefur tekið langan tíma og kostað mikið fé.

Í réttarhöldunum yfir Al Capone, sagðist hann hafa veitt fólki gleði og ánægjulegar stundir (I've given people light pleasures,"  "shown them a good time."  
 

Í mörg ár höfðu amerísk stjórnvöld reynt að fá hann dæmdan en her lögfræðinga með lagaflækjum komið honum undan. Það var ekki fyrr Frank Wilson og lið hans breyttu um stefnu og ákváðu að einfalda málið og fara fram á hámarksrefsingu sem þeim varð loks ágengt og fengu hann dæmdan árslok 1930.

Það var aðeins eitt skjal sem varð honum að falli svokallað Mattingly skjal. Það tók kviðdóm 8 klukkutíma að komast að niðurstöðu: SEKUR.

Alríkisdómarinn James Wilkerson, dæmdi hann síðan til 11 ára fangelsisvistar sem var þyngsti mögulegi dómur fyrir skattalagabrot sem dæmdur hafði verið.

Al Capone sat svo í fangelsi í tæp níu ár en var þá veitt lausn af heilsufarsástæðum, en hann þjáðist af sífyllis.

Þessi frægi dómur Wilkerson hefur svo verið notaður sem dæmi um hvernig hægt er að einfalda mál sem eru mjög flókin.

Fyrirsögnin er tilvitnun í Al Capone, þegar lýsti sjálfum sér og virðist eiga vel við, sbr "vinir litla mannsins"

 

 


 


mbl.is Líka gerð fangelsisrefsing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennitöluflakk vinstrimanna

Fyrir forsetakosningar 1996 var almennt rætt um að forseti ætti ekki að vera pólitískur. Það var helst úr röðum sjálfstæðismanna sem andstæðar skoðanir heyrðust og vísað þá til bandarísks fyrirkomulags.

Það kom því mörgum á óvart að þingmaður gæfi kost á sér. Það var enginn venjulegur þingmaður heldur maður sem hafði kjaftinn fyrir neðan nefið og hikaði ekki að nota stór og illskeytt orð máli sínu til framdráttar.

Úrslit kosninganna voru ótvíræð Ólafur með 41,4%, Pétur Kr 29,5% og Guðrún Agnarsdóttir 26,4%.

Ég fullyrði að það voru ekki margir sjálfstæðismenn sem kusu Ólaf, heldur hafi þau atkvæði skipst á Pétur og Guðrúnu.

Ef fyrirkomulagið væri eins og víða annarsstaðar að forseti yrði kjörinn með meirihluta atkvæða og kosið þá tvo sem flest atkvæði hlutu, tel ég að Pétur hefði fengið stærsta hluta atkvæða Guðrúnar (Hannibals hlutinn sæti annað hvort heima eða skilaði auðu), og yrðu þá úrslitin önnur.

Ég lýsi því ábyrgð á kjöri Ólafs til þeirra afla sem í dag skipa ríkisstjórnina, þó svo að í raun hafi hvorugur flokkurinn verið til undir þeim nöfnum sem þau bera í dag. 


mbl.is Forsetinn friðarspillir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mynd af Hummernum

11-7-07-hummer-crash

hér má sjá mynd af Hummer þeirra feðga og hann virðist ekki mikils virði :)

 

 


mbl.is Hummerinn var brotajárn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG vs Forsetinn

það vakti mikinn föknuð þegar tillaga að nýrri stjórnarskrá var endanlega afgreidd úr hinni ríkiskjörnu stjórnlaganefnd og þóttust andstæðingar núverandi stjórnarskrár sig hafa himinn höndum tekið (eða hvað það heitir hjá þeim trúlausu).

Stjórnarskrár tillagan er þó ekki betur úr garði gerð en það að pólitíkusar lesa hana hver á sinn hátt eins og lögfræðingar lögin.

Við hinir almennu borgarar verðum því að treysta á að orðin sem skrifuð eru í stjórnarskránna séu á Íslensku og fyrir íslenskan lesskilning.

Þannig var þetta einnig hugsað.

Það er þó greinilegt að Forsetinn, sem einnig er fyrrum prófessor í stjórnmálafræði, hefur ekki sama skilning á þeim orðum og hinir ungu stjórnmálamenn framtíðarinnar innan raða VG.

Það skildi þó ekki vera stjórnarskrárnefndin sem skila átti af sér auðskilinni og hnitmiðaðri stjórnarskrá  í anda 21. aldarinnar hafi talið að aðskilnaður ríkis og kirkju, náttúran umfram fólkið og eignaupptaka í fiskveiðum væri það sem brýnast væri að koma inní stjórnarskránna.

Ég er enn sama sinnis að þetta gæluverkefni Jóhönnu og Steingríms hafi verið enn eitt klúður þessarar ríkisstjórnar.

Amen


mbl.is Einræðistilburðir forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

misskilningur

vegna atburða dagsins og deilna lögreglumanna við fjármálaráðuneytið, hélt ég að þetta væri sjóðheitfrétt af Austurvelli
mbl.is Lögreglumaður skaut stjórnmálamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

lögreglan og skríllinn

Skiljanlega geta menn verið ósáttir við störf sín, meðal starfa lögreglumanna allstaðar í heiminum er að gæta þess að borgararnir og þar með þingmenn verði ekki fyrir árásum, þannig að þessi störf eru þeirra störf og verða þeir að vinna þau eins og allir aðrir verða að vinna sína vinna ef þeir á annað borð hafa vinnu. Hins vegar er það óskiljanleg afstaða skrílsins að láta reiði sína bitna á löggæslumönnum sem eru bara sinna sínum störfum
mbl.is Skjöldur milli þings og þjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband